Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og ÍBV skildu jöfn – Hafnamenn unnu toppslaginn
Júlía Ruth Thasapong reddaði stiginu fyrir Grindavík. Mynd/Petra Rós Ólafsdóttir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2024 kl. 09:47

Grindavík og ÍBV skildu jöfn – Hafnamenn unnu toppslaginn

Grindavík og ÍBV skiptu með sér stigunum í gær þegar liðin áttust við í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Hafnir, sem leika í A-riðli 5. deildar, unnu mikilvægan sigur á næstefsta liði riðilsins.

Grindavík - ÍBV 1:1

Það voru Grindvíkingar sem sáu um að skora mörkin í gær en á 7. mínútu lenti Grindavíku undir þegar Emma Kate Young urðu á mistök í messunni og skoraði sjálfsmark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Júlía Ruth Thasapong reyndist bjargvættur Grindvíkinga en hún skoraði jöfnunarmarkið rétt undir lok leiks (89').

Grindavík er í sjöunda sæti Lengjudeildar kvenna en þetta var fyrsta stig ÍBV á tímabilinu.

Max William Leitch skoraði sigurmark Hafna í gær. VF/JPK

Hafnir - Álftanes 2:1

Hafnamenn tóku á móti Álftanesi í Reykjaneshöllinni í gær og það voru gestirnir sem náðu forystu í fyrri hálfleik (30').

Á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks sneru Hafnamenn dæminu sér í vil, fyrst með marki frá Gunnólfi Björgvin Guðlaugssyni (50') og Max William Leitch skoraði sigurmarkið fimm mínútum síðar (55').

Hafnir eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og sitja á toppi deildarinnar, næstir koma Álftnesingar en þeir hafa leikið fjóra leiki.